,

TF3IRA QRV Á MORGUN Í VHF/UHF LEIKUNUM

Yaesu FT-7900E sendi-/móttökustöð á FM á 144-146 MHz (mest 50W) og 430-440 MHz (mest 45W). Notuð á 2 m. og 70 cm í VHF/UHF leikunum.

VHF/UHF leikarnir voru hálfnaðir í kvöld (laugardag) kl. 18:00. Virkni hefur verið góð og í dag höfðu 17 TF kallmerki verið skráð inn á leikjavefinn.

Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð frá Skeljanesi í dag (laugardag) og verður aftur virkjuð á morgun, sunnudag 2. júlí frá kl. 10:00 og fram eftir degi á 2 metrum (FM), 4 metrum (SSB), 6 metrum (SSB) og 70 sentímetrum (FM).

Leikjavefur TF8KY (on-line) er opinn fyrir skráningu alla helgina.

Vefslóð: http://leikar.ira.is/2023/
Reglur: http://www.ira.is/vhf-leikar/

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

Icom IC-7610 SSB/CW/RTTY/PSK31/63/AM/FM sendi-/móttökustöð á HF/50 MHz (mest 100W) – notuð á 6 m. SSB í VHF/UHF leikunum.
Icom IC-7300 SSB/CW/RTTY/AM/FM sendi-/móttökustöð á HF/50/70 MHz (mest 100W) – notuð á 4 m. SSB í VHF/UHF leikunum.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − 5 =