,

TF3IRA QRV á QRO afli á ný

Bjarni Magnússon TF3BM frátengir kapla og kóaxa áður en magnaranum var skipt út.

Félagsstöðin, TF3IRA, hefur ekki verið QRV á fullu afli um um nokkurt skeið. Fyrr í sumar þegar búnaður stöðvarinnar var yfirfarinn var ákveðið að flytja Harris RF-110 magnara stöðvarinnar til viðgerðar.

Í gær, þann 12. september, gafst síðan tækifæri til að skipta magnaranum út fyrir annan, sömu tegundar og gerðar. Það var Bjarni Magnússon, TF3BM, sem kom félaginu til aðstoðar (en hann gaf félaginu einmitt magnarann til eignar fyrir 13 árum) og bauðst nú til að taka tækið til skoðunar/ viðgerðar og lána annan samskonar á meðan.

Í gærdag fóru skiptin síðan fram eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum og er TF3IRA nú QRV á QRO afli og stöðin tilbúin fyrir SAC keppnina um helgina.

Stjórn Í.R.A. þakkar Bjarna Magnússyni, TF3BM, sérstaklega fyrir dýrmæta aðstoð og velvilja til félagsins. Aðrir, sem tóku þátt í aðgerðum gærdagsins voru þeir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA; Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 og Jónas Bjarnason, TF3JB og er þeim þakkað þeirra framlag.

Flutningur undirbúinn. Bjarni TF3BM, Baldvin TF3-Ø33 og Sæmundur TF3UA.

Harris RF 110 er engin léttavara. Menn hjálpast að við að renna nýja tækinu í sleðann.

Nýi magnarinn hefur verið festur örugglega og Bjarni gengur frá tengingum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 − two =