TF3IRA Í SAMBAND Á NÝ UM OSCAR 100
Fyrr í sumar, þegar fjarskiptaherbergi TF3IRA var tekið í notkun eftir lokun vegna faraldursins kom í ljós, að gervihnattastöð félagsins sendi út of lítið afl á 2.4 GHz. Allsherjar bilanagreining var framkvæmd og líklegast talið að um bilun væri að ræða í SMA-tengi við GHz loftnetið (úti við loftnetsdiskinn).
Þar sem 75 ára afmæli félagsins er á næsta leiti var ákveðið að ekki mætti lengur bíða með viðgerð og mættu menn í Skeljanes í dag, sunnudaginn 25. júlí til góðra verka. Skemmst fer frá því að segja, að fyrri bilanagreining reyndist rétt og eftir útskiptingu kapla úti við loftnetsdiskinn og stillingar á búnaði við stöðina, varð TF3IRA QRV um fimmleytið. Og 15 mínútum síðar var haft samband við ZD7GWM á St. Helen eyju í Suður-Atlantshafinu.
Bestu þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar TF1A og Georgs Kulp TF3GZ fyrir að taka tíma í að gera félagsstöðina QRV á ný um QO-100 gervihnöttinn.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!