,

TF3JB er kominn með fimm banda DXCC viðurkenningu

TF3JB, Jónas Bjarnason skrifar í dag á F-bókarsíðu Amatöra á Íslandi:

“Mig langar til að deila með ykkur að 5 banda DXCC viðurkenning TF3JB er í höfn og er undirritaður fjórði íslenski leyfishafinn sem hlýtur hana. Um er að ræða veglegan veggplatta. Sækja má um 5 Banda DXCC þegar menn hafa náð a.m.k. 100 DXCC einingum á hverju bandi, 10, 15, 20, 40 og 80 metrum. Í boði eru uppfærsluplötur (e. endorsement plates) og hefur undirritaður slíkar fyrir 12, 17 og 30 metra. Aðrir íslenskir leyfishafar sem eru handhafar 5 banda DXCC eru TF3DC, TF3Y og TF4M. Sýnismyndin er af óárituðum veggplatta, þar sem áritað eintak berst ekki til landsins frá ARRL fyrr en á nýju ári, 2018. 73 de TF3JB.”

Til hamingju Jónas,

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + six =