,

TF3JB, Jónas Bjarnason er nýr trúnaðarmaður viðurkenninga ARRL á Íslandi.

Það var okkur í stjórn ÍRA ánægja að mæla með Jónasi Bjarnasyni, TF3JB, í stöðu trúnaðarmanns viðurkenninga ARRL á Íslandi og við færum Guðlaugi K. Jónssyni, TF8GX fráfarandi trúnaðarmanni ARRL þakkir fyrir hans störf í okkar þágu. Gulli hefur einnig verið ötull starfsmaður á sýningum þar sem ARRL/IARU hefur verið með kynningarbás eins og á Ham Radio í Friedrichshafen á undanförnum árum.

fh stjórnar ÍRA de TF3JA

 

“Jónas Bjarnason,TF3JB, tók við sem trúnaðarmaður ARRL hér á landi þann 6. mars 2018 sem „Authorized DXCC Card Checker“. Auk DXCC, hefur hann heimild til að staðfesta QSL kort vegna umsókna um eftirtalin ARRL/IARU viðurkenningarskjöl:

WAS (Worked All States);
VUCC (VHF/UHF Century Club); og
WAC (IARU Worked All Continents).

Forveri Jónasar í embætti, var Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX, sem flytur búferlum erlendis á næstunni. Gulli sinnti verkefninu af heilindum, vandvirkni og nákvæmni í nær 10 ár og eru honum þökkuð frábær störf. Hann var skipaður til starfans í nóvember 2008.

– mynd TF3JB

Myndin er af DXCC viðurkenningarskjölum TF3IRA.”

.. segir Jónas, TF3JB í fésbókarfærslu í dag.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 + twelve =