TF3JB, TF3Y og TF3SA í Skeljanesi um helgina
Skemmtilegir viðburðir voru í boði á vetrardagskrá Í.R.A. helgina 7.-10. mars. Helgin hófst á hefðbundnu fimmtudagserindi, síðan var hraðnámskeið í gær (laugardag) og sunnudagsopnun í morgun, á messutíma. Samtals sóttu yfir 40 félagsmenn þessa þrjá viðburði.
TF3JB flutti fimmtudagserindið þann 7. mars. Það fjallaði um „nýju böndin” svokölluðu, þ.e. 4 metra, 60 metra, 160 metra (1850-1900 kHz) og 630 metra. Þá leiðbeindi TF3Y á upprifjun-1 í notkun Win-Test keppnisdagbókarforritsins laugardaginn 9. mars og loks hafði TF3SA umsjón með 2. sunnudagsopnun vetrarins þann 10. mars, þar sem yfirskriftin var: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes”.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Jónasi Bjarnasyni, TF3JB; Yngva Harðarsyni, TF3Y og Stefáni Arndal, TF3SA, fyrir vel heppnaða viðburði. Ennfremur þakkir til Sigurbjörns Þórs Bjarnasonar, TF3SB, fyrir ljósmyndir.

Skeljanesi 7. mars. TF3JB flutti erindi um nýju böndin. Fjallað var m.a. um tímabundnar sérheimildir á 5 MHz og á 70 MHz, sérheimild um aðgang að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz og um nýja tíðnisviðið á 472-479 kHz.

Skeljanesi 9. mars. Frá vinstri: TF3JA og TF3Y. Yngvi leiðbeindi á upprifjun-1 um Win-Test keppnisforritið.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!