,

TF3JB verður á 3. sunnudagsopnun vetrarins

Jónas Bjarnason, TF3JB

3. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætir í sófaumræður og er yfirskriftin: Reglugerðarmál.

Veitt verður yfirlit yfir reglugerðir um starfsemi radíóamatöra hér á landi frá upphafi og stiklað á stóru, en m.a. staðnæmst reglugerðina 1977 þegar við fengum m.a. “restina” af 80 metra bandinu, SSTV og RTTY; reglugerðina 1982 þegar við fengum 160 metra bandið o.s.frv. Þá verður núgildandi reglugerð frá 2004 skoðuð með tilliti til þess hvað það er sem við helst viljum breyta og hvaða heimildir nágrannalöndin (t.d. Noregur) hafa umfram okkur. Síðan verða metnar líkur á nýju amatörbandi á WRC-2015 og litið á þróun reglugerðarmála er varða radíóamatöra í heiminum. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.

________

Núgildandi reglugerð um starfsemi radíóamatöra má nálgast á þessari vefslóð:
http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=8ebada7d-0f5f-4187-ba63-515ebb303d72

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 + two =