TF3KX VERÐUR Í SKELJANESI 20. FEBRÚAR.

Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 heldur áfram á fimmtudag, 20. febrúar í Skeljanesi.
Þá mætir Kristinn Andersen, TF3KX með erindi um „QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda“. Húsið opnar kl. 20:00 en Kristinn byrjar stundvíslega kl. 20:30.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið og tekur fram meðlæti.
Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!