,

TF3ML setur nýtt fjarlægðarmet á 50 MHz

Ólafur Björn Ólafsson, TF3ML

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML og Kari Hämynen, OH7HXH, settu nýtt fjarlægðarmet innan IARU Svæðis 1 þann 4. mars 2012 þegar þeir höfðu samband á SSB yfir norðurljósabeltið (e. aurora) á 50 MHz. Fjarlægðin er alls 2.522 km.

Ólafur átti reyndar fyrra metið í þessum flokki, sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2000, þegar hann hafði samband við ES2QM. Fjarlægðin þá var alls 2.335 km.

Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu IARU Svæðis 1, IARU Region 1 VHF/UHF/SHF/EHF DX records. Vefslóð: http://www.ham.se/vhf/dxrecord/dxrec.htm

Stjórn Í.R.A. óskar Ólafi B. Ólafssyni, TF3ML, til hamingju með þennan glæsilega árangur.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × two =