,

TF3RPC nú truflanafrír frá nýju QTH’i

Hustler G6-144B loftnetið komið upp og tengt við TF3RPC. Ljósmynd: TF3WS

Töluvert “ferðalag” hefur verið á TF3RPC endurvarpsstöðinni undanfarin misseri. Þann 7. janúar var stöðin flutt úr Espigerði að Austurbrún. Þar var stöðin síðan staðsett þar til í dag, 8. september 2010, þegar hún var hún flutt að Hagatorgi 1 í vesturborg Reykjavíkur. Nýja loftnetið sem sett var upp 10. júlí á Austurbrúninni var einnig flutt og sett upp á nýja staðnum. Vonir höfðu verið bundnar við að afar leiðigjarnar truflanir sem náðu að opna “squelch’inn” á Austurbrún, myndu hætta með niðurlagningu NMT kerfisins þann 1. september s.l. Svo varð ekki og var því ákveðið að flytja stöðina að Hagatorgi í dag, strax og færi gafst til þess.

Búnaður TF3RPC. Aflgjafinn var færður eftir að myndin var tekin. Ljósm.: TF3WS.

Allt bendir til að nýja QTH’ið geti orðið til frambúðar fyrir TF3RPC (“Einar”) og eru félagsmenn hvattir til að prófa endurvarpann frá nýja QTH’inu.

Stjórn Í.R.A. færir Sigurði Harðarsyni, TF3WS, sérstakar þakkir fyrir frábæra aðstoð.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen − nine =