,

TF3RPC QRV á ný á 145.775 MHz…

TF3RPC er kominn í loftið á ný – reiðubúinn til þjónustu! Endurvarpinn hefur jafnframt fengið nýja tíðni sem er 25 kHz ofar í bandinu heldur en sú eldri. Nýja tíðnin er: 145.775 MHz (eldri tíðni var 145.750 MHz).

Nýja tíðnin var í hlustun allan desembermánuð fram í byrjun þessa mánaðar. Síðan hefur stöðin verið prufukeyrð í sendingu á nýju tíðninni að undaförnu. Niðurstöður lofa mjög góðu. Engu að síður verður að líta á næstu 3 mánuði sem reynslutímabil og eru menn hvattir til að nota endurvarpann svo og að muna eftir að endurforrita stöðvar sínar (og leitara) með nýju tíðninni: 145.775 MHz.

Endurvarpsstöðin er af gerðinni Kenwood TKR-750 og var hún til viðgerðar hjá Sigurði Harðarsyni, TF3WS. Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði vel unnið verk.

 TF2JB
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 − eight =