TF3RPK QRV Á NÝ FRÁ SKÁLAFELLI
Þau TF1A, TF3SUT, TF3DT, TF3GZ, TF3ML og Jessica (YL frá Kanada) gerðu ferð á Skálafell í dag, 12. október. Verkefnið var að gera við TF3RPK endurvarpann sem hafði verið úti í nokkur misseri.
Verkefnið gekk að óskum og er TF3RPK nú QRV á ný á 145.575 MHz. Inngangstíðnin er -600 Hz og tónn er 88,5 Hz. Huber+Suhner ½“ heliax fæðilína er notuð upp í Diamond SE-300 loftnetið.
Í dag (13. október) var komið á tengingum með 430 MHz hlekk við endurvarpana í Bláfjöllum og á Mýrum. TF3DT sá hópnum fyrir glæsilegum veitingum, sbr. meðfylgjandi ljósmynd af korditori tertu (merkt TF3RPK) frá Jóa Fel bakara.
Þakkir til hópsins fyrir verkefni vel úr hendi leyst.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!