,

ERINDI TF3T Í SKELJANESI 24. OKTÓBER

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 24. október. Benedikt Sveinsson, TF3T hélt fræðsluerindi kvöldsins sem var: „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“ og hófst erindið stundvíslega kl. 20:30.

Benedikt, sem hefur náð mjög góðum árangri meðal TF stöðva í mörgum alþjóðlegum keppnum útskýrði, að í boði eru CQ WW DX keppnir á CW, RTTY og SSB síðari hluta árs og CQ WW WPX keppnir sem eru í boði á CW, RTTY og SSB, fyrri hluta árs. Eftir þennan inngang var einungis rætt um CQ World Wide DX keppnirnar, en SSB hlutinn er einmitt haldin um þessa helgi, 26.-27. október og ætlar Benedikt að taka þátt.

Hann varpaði fram spurningunni: „Getur TF stöð unnið CQ WW?“ Og hann svaraði sjálfur: „Nei, ekki yfir heiminn en e.t.v. yfir Evrópu; því veldur stigagjöfin“. Stöðvar sem eru í Karabíska hafinu, eða undan vesturströnd Afríku (eða í Afríku), fá 3 stig fyrir hvert samband á meðan TF stöð fær einungis 1 stig fyrir hvert samband við Evrópu. Vegna þessa eru allar helstu keppnisstöðvar þarna suðurfrá. Meira að segja Grænland, sem er einnig í CQ svæði 40 fær fleiri stig en TF þar sem Grænland telst til meginlands Norður Ameríku. Benedikt fjallaði einnig um hvernig keppnisstöðvar hafi þróast, t.d. með eina aðalstöð á hverju bandi og eina eða jafnvel tvær aukastöðvar á sama bandi einungis til að veiða margfaldara. Annars væru yfir 60 keppnisflokkar í boði í CQ WW keppnunum, þannig að hver og einn á að eiga auðvelt með að taka þátt í keppnunum.

Gerður var góður rómur að erindi Benna, og margir voru með spurningar. Sérstakar þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T fyrir áhugavert erindi og vel flutt. Ennfremur þakkir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS fyrir ljósmyndir.

Alls mættu 15 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík, þ.á.m. 2 gestir, Ómar Magnússon, TF3WK sem er búsettur í Danmörku þar sem hann notar kallmerkið OZ1OM og Alex M. Senchurov, TF3UT. Ómar reiknar með að mæta aftur í Skeljanes n.k. fimmtudagskvöld.

Stjórn ÍRA.

(Upptaka var gerð af erindi TF3T sem verður á boði fljótlega á þessum vettvangi).

Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður ÍRA kynnti fyrirlesara kvöldsins, Benedikt Sveinsson TF3T sem flutti erindið: „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“.
Benedikt hóf erindi sitt stundvíslega kl. 20:30.
Benedikt útskýrði m.a. vel stigagjöfina í CQ World Wide DX keppnunum. Ljósmyndir: TF3VS.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + 18 =