,

TF3T VERÐUR MEÐ FIMMTUDAGSERINDIÐ

Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudaginn 24. október og verður opið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.

Að þessu sinni mætir Benedikt Sveinsson, TF3T á staðinn með erindið: „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“ og hefst erindið stundvíslega kl. 20:30.

CQ World Wide DX keppnirnar hafa um áratuga skeið verið stærstar og vinsælastar hjá radíóamatörum um allan heim og hafa íslenskar stöðvar oft náð frábærum árangri.

Félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + fifteen =