,

TF3VP Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Síðasti viðburður á vetrardagskrá félagsins vorið 2023 verður haldinn í
Skeljanesi fimmtudaginn 1. júní kl. 20:30.

Þá mætir Valgeir Pétursson, TF3VP í Skeljanes með erindið:
Samsetning á HF transistormagnara.

Valgeir hefur verið að smíða RF magnara fyrir HF tíðnir með
transistorútgangi og ætlar að segja okkur frá þessu ferli í máli og myndum.
Hann kemur með smíðagripinn með sér á staðinn.

Félagsmenn eru hvattir til að missa ekki af erindi Valgeirs. Veglegar
kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

.

Mynd úr fjarskiptaherbergi Valgeirs heima á Kjalarnesi. Ljósmynd: TF3VP.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − twelve =