,

TF3VS verður með fimmtudagserindið

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, flytur næsta erindi á vetrardagskrá félagsins. Það verður haldið fimmtudaginn 7. febrúar n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunnni við Skeljanes. Erindi Vilhjálms nefnist: PSK-31 og aðrar tegundir stafrænnar mótunar fyrir byrjendur.

Vilhjálmur Ívar hefur mikla reynslu af stafrænum tegundum mótunar og hefur verið QRV á amatörböndum á flestum þeirra s.l. 15 ár. Hann skrifaði m.a. áhugaverðar greinar í CQ TF þegar notkun þeirra var að ryðja sér til rúms hér á landi (og víðar) sbr. grein um Tölvur og fjarskipti í 4. tbl. CQ TF 2001 og grein um PSK-31 fjarskipti í 5. tbl. CQ TF sama ár, þar sem hann fjallaði einnig um Gator, Clover og Packet.

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − two =