,

TF3W er QRV í SAC CW keppninni

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Félagsstöðin TF3W hefur verið QRV í Scandinavian Activity morskeppninni sem hófst í dag (laugardag) á hádegi og hefur Stefán Arndal, TF3SA, verið á lyklinum. Stöðin var undirbúin til þátttöku með skömmum fyrirvara af þeim Benedikt Sveinssyni, TF3CY, stöðvarstjóra og Guðmundi Sveinssyni, TF3SG. Að sögn Benedikts, var SteppIR 3E Yagi loftnetinu snúið og það sett fast ca. í 265° (þar sem AlfaSpid rótorinn er enn bilaður) en stjórnbúnaður SteppIR loftnetsins gefur möguleika á að skipta á milli átta í 180° plani sem hjálpar mikið.

Stefán byrjaði keppnina á 21 MHz í dag en fór síðan QSY niður á 14 MHz um kl. 19:00 og er þar enn QRV þegar þetta er skrifað um kl. 22 á laugardeginum. Þá var fjöldi QSO’a kominn í um 550. Að sögn Benedikts, voru skilyrðin góð framan af degi, en hafa versnað með kvöldinu (K stuðullinn var t.d. kominn upp í 5 um kl. 20:00). Harris 110 RF magnari félagsins hefur verið notaður í keppninni ca. á 700W útgangsafli. Hugmyndin er, að vinna á 80 metrunum í nótt ef skilyrðin leyfa og mun Guðmundur þá koma með færanlegt 22 metra hátt stangarloftnet sitt á staðinn. SAC keppnin er 24 klst. keppni og lýkur á hádegi á morgun, sunnudag.

Þrjár aðrar TF-stöðvar hafa verið skráðar á þyrpingu (e. cluster) í keppninni, það eru þeir TF3DC, TF3SG og TF8GX.

Nýjustu fréttir 18. september kl. 13:00: Stefán hafði alls 1198 QSO og var einsamall í keppninni frá félagsstöðinni.
Stjórn Í.R.A. óskar honum til hamingju með árangurinn sem er mjög góður miðað við léleg skilyrði.

Stefán Arndal, TF3SA, í fjarskiptaherbergi Í.R.A. að keppni lokinni. Ljósmynd: TF3JA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 1 =