,

TF3W í CQ WPX CW KEPPNINNI 2024

Skeljanesi 26. maí. Á hægri hönd má sjá hluta af 80 metra ¼λ færanlegu stangarloftneti sem TF3SG lánaði til notkunar í keppninni. Fjær (nær sjónum) má sjá 18 metra glertrefjastöngin frá Spiderbeam sem TF3CW lánaði til notkunar í keppninni og heldur uppi delta loftneti á 40 metrum.

Félagsstöðin TF3W er virkjuð í CQ World Wide WPX CW keppninni, sem hófst í gær (25.5.) og lýkur á miðnætti í kvöld (26.5.). Keppt er í “Two-Transmitter (Multi-Two)” keppnisflokki.

Klukkan 14 í dag (sunnudag) var alls búið að hafa alls 3,464 QSO og þá stóð fjöldi margfaldara í alls 1,177. Skilyrði hafa misjöfn/sæmileg á 15, 20 og 40 metrum, en 160, 80 og 10 metra böndin hafa nánast verið úti. Þessir koma að því að virkja stöðina í keppninni:

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.
Alex M. Senchurov, TF/UT4EK).
Yngvi Harðarson, TF3Y.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.
Kristinn Andersen, TF3KX.
Óskar Sverrisson, TF3DC.
Egill Ibsen, TF3EO.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG.

Að auki veitti Benedikt Sveinsson, TF3T dýrmæta aðstoð við undirbúning og lánaði búnað, auk þeirra Guðmundur Sveinsson, TF3SG sem lánaði Yaesu FTdx10 HF stöð og Jónasar Bjarnasonar, TF3JB sem lánaði Amp Supply LK500-ZC 1kW RF magnara.

Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir að hvetja til verkefnisins og fyrir alla vinnu við undirbúning, lán á búnaði og faglegt utanumhald.

Með ósk um gott gengi og þakkir til allra sem komu að verkefninu!

Stjórn ÍRA.

SVIPMYNDIR ÚR KEPPNINNI.

Undirbúningur í Skeljanesi 24. maí. Sigurður R. Jakobsson TF3CW og Alex M. Senchurov, TF/UT4EK.
Kristinn Andersen TF3KX á lyklinum laugardag 25. maí.
Yngvi Harðarson TF3Y á lyklinum 25. maí.
Sigurður R. Jakobsson TF3CW á lyklinum 25. maí.
Skeljanesi 26. maí. Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Kristinn Andersen TF3KX og Alex M. Senchurov, TF/UT4EK. Sæmundur og Kristinn voru að ljúka vaktinni frá kl. 06-12:00 en Alex var að taka við vaktinni 12:00-18:00.
Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Egill Ibsen TF3EO. Egill var að taka við vaktinni kl. 12:00-18.00.
Skeljanesi 26. maí. Skemmtilegt sjónarhorn sem sýnir 40 og 80 metra loftnetin sem voru sett upp sérstaklega fyrir keppnina. Ljósmyndir: TF3EO og TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + 4 =