TF3W í CQ WW DX SSB um helgina
Fréttir hafa borist af íslenskum stöðvum í CQ WW DX um helgina, TF3W var í loftinu í gær og aftur í dag. TF3HP og TF3SG hafa skipst á að vera við hljóðnemann. Fleiri hafa verið virkir, frést hefur af TF2LL, TF3CW, TF3CY, TF3AM, TF3AO í loftinu og eflaust eru einhverjir fleiri að. Böndin virtust öll vera meira og minna opin og mikil umferð var á 10 metrunum í morgun.
Keppnin stendur til miðnættis í kvöld og ekki var að heyra annað um hádegið að skilyrðin væru góð. Eitt er líka víst að fjölda amatöra um allan heim þyrstir í samband við TF.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!