TF3W QRV Í CQ WW WPX SSB 2024
Félagsstöðin TF3W var virkjuð í CQ World Wide WPX SSB keppninni helgina 30.-31. mars.
Alls voru höfð 2.830 QSO. Margfaldarar voru 1028. Fjöldi sambanda eftir böndum: 40 metrar=162 QSO; 20 metrar=1190 QSO; 15 metrar=948 QSO; 10 metrar=530 QSO. Viðvera: 39,4 klst.
Bráðabirgðaniðurstöður (e. score before checking): 6,858,816 punktar. Keppt var í flokknum: „Multi operator, single transmitter“. Eldra met TF3IRA í keppnisflokknum frá árinu 2000 var slegið.
Sérstakar þakkir fá þeir Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, Alex Alex M. Senchurov, TF/UT4EK og Ólafur P. Jakobsson, TF3OJ fyrir að starfrækja stöðina í keppninni.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!