,

TF3W QRV Í SAC SSB KEPPNINNI

Félagsstöðin TF3W var QRV í SSB hluta Scandinavian Activity Contest (SAC) sem haldin var helgina 10.-11. október.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina á 14 MHz. Siggi sagði að skilyrðin hafi verið sveiflukennd en best til Evrópu. Stöðvar í Norður- og Suður-Ameríku, Karabíska hafinu og Indlandshafi  hafi þó komið vel inn. Sambönd til Asíu í Kyrrahafið voru hins vegar fá.

Fjöldi sambanda var alls 1105. Reiknuð bráðabirgðaniðurstaða er 149.524 stig (51 margfaldarar og 2578 QSO stig). Aðrar TF stöðvar sem heyrðust í keppninni voru a.m.k.: TF2MSN, TF3DT, TF3JB, TF3T og TF8KY.

Þakkir til Sigga fyrir glæsilegan árangur.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 10. október. Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjar félagsstöðina TF3W í SAC SSB keppninni 2020. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 4 =