,

TF3W var QRV í SAC SSB keppninni um helgina

Benedikt Sveinsson TF3CY í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Félagsstöðin TF3W var QRV í Scandinavian Activity SSB-keppninni sem stóð yfir helgina 8.-9. október. Alls náðust tæplega 1600 QSO sem er góður árangur miðað við aðstæður, en skilyrði voru ekki hagstæð ásamt því að SteppIR 3E Yagi loftnet stöðvarinnar var með bilaðan rótor. Það var Benedikt Sveinsson, TF3CY, sem stóð fyrir keppninni ásamt Guðmundi Sveinssyni, TF3SG. Aðrir sem tóku þátt í keppninni (um skemmri eða lengri tíma) voru: Ársæll Óskarsson, TF3AO; Gunnar Svanur Hjálmarsson, TF3FIN; Haraldur Þórðarson, TF3HP; Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; og Stefán Arndal, TF3SA.

Að sögn Benedikts, voru skilyrðin nokkuð góð framan af laugardeginum, en versnuðu með kvöldinu (K stuðullinn fór t.d. upp í 4 um kl. 21). Harris 110 RF magnari félagsins var notaður í keppninni ca. á 600W útgangsafli. Líkt og áður segir, voru böndin nokkuð vel opin á laugardeginum og var stöðin QRV á 28 MHz og 21 MHz frá hádegi uns skipt var yfir á 14 MHz um kl. 19. Upp úr kl. 21 kom lægð í skilyrðin þar, en nýtt var opnun á 21 MHz fram undir miðnætti. Síðan var stöðin QRV á 7 MHz fram undir kl. 03, en skilyrði voru afar léleg. Stöðin var síðan QRV á ný upp úr kl. 07 á 14 MHz (og að hluta til á 21 MHz) til hádegis á sunnudeginum. A.m.k. tvær aðrar TF stöðvar voru skráðar á þyrpingu (e. cluster) í keppninni, TF3ZA og TF8GX.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.

Ársæll Óskarsson TF3AO í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Guðmundur Sveinsson TF3SG og Haraldur Þórðarson TF3HP í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC keppninni 2011.

Ársæll Óskarsson TF3AO og Sigurður Óskarson TF2WIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Bestu þakkir til Stefáns Arndal, TF3SA, fyrir ljósmyndir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − seven =