,

TF3W verður QRV í SAC keppninni um helgina

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Þeir félagar, TF3SA, TF3SG og TF3JA ætla að hafa forystu um þátttöku frá félagsstöðinni TF3W, í Scandinavian Activity morskeppninni (SAC), sem haldin verður um helgina. Keppnin er sólarhringskeppni og hefst hún kl. 12 á hádegi á laugardag (15. september) og lýkur á hádegi sólarhring síðar (16. september).

Hugmyndin er, að þátttaka í keppninni verði opin og væri ákjósanlegt að þeir sem hafa áhuga ræði málin yfir kaffibolla í Skeljanesi á fimmtudagskvöld, en þá er hugmyndin að fara nánar yfir þátttökuna.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 − eight =