TF3WARD QRV 18. APRÍL
Nýtt kallmerki ÍRA, TF3WARD, var virkjað á Alþjóðadag radíóamatöra laugardaginn 18. apríl. Alls voru höfð 320 QSO á morsi og tali á 20, 30 og 40 metrum við 46 DXCC einingar, þ.á.m. Afganistan og Taíland. Mikil virkni var á böndunum þennan dag í þokkalegum skilyrðum, þ.á.m. alþjóðlegar keppnir.
Meðal stöðva sem kölluðu á okkur var PA8ØØD á 40 metrum, SSB. Á hljóðnemanum var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, en kallmerkið tilheyrir klúbbstöð radíóamatöra í borginni Dordrecht í Hollandi þar sem hún er búsett. Elín bað fyrir kveðjur heim.
Óskar Sverrisson, TF3DC, sá um innsetningu kallmerkisins á LoTW (Logbook of The World) og Yngvi Harðarson, TF3Y, sá um innsetningu á QRZ. Mathías Hagvaag, TF3MH, annast QSL mál; m.a. hönnun á sérstöku QSL korti fyrir kallmerkið.
Þakkir til Yngva Harðarsonar, TF3Y, fyrir að virkja nýja kallmerkið.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!