,

TF3WO verður á 1. sunnudagsopnun vetrarins

Guðjón Helgi Elíasson, TF3WO.

Fyrsta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 17. febrúar n.k. kr. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO, mætir í sófaumræður og kynnir Skycommand System II+ frá Kenwood. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi.

Kenwood kynnti SkyCommand kerfið árið 2005 í Bandaríkjunum. Það gerir notendum TS-2000/2000X/B2000 stöðva kleift, að stýra þeim frá bílstöðvum eða handstöðvum á 2 metrum eða 70 cm frá sama framleiðanda, t.d. gerðum TH-D7A/G, TM-D700A eða TM-D710A. Bandarískir leyfishafar fengu heimild stjórnvalda til að nota SkyCommand í lok árs 2006.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

Frá tilraun TF3WO með SkyCommand kerfið í fyrra (2012). Handstöðin er TH-D7. Ljósmynd: TF3LMN.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + 13 =