,

TF3Y á síðustu sunnudagsopnun vetrarins

Yngvi Harðarson TF3Y vinnur við forritun loftnets og rótors félagsstöðvarinnar TF3IRA.

Síðasta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 14. apríl n.k. Yngvi Harðarson, TF3Y segir frá reynslu sinni af SteppIR Yagi loftnetum, en hann hefur um nokkurra ára skeið átt og notað eitt slíkt. Æ fleiri íslenskir leyfishafar hafa fest kaup á SteppIR loftnetum síðustu misseri eða keypt loftnet frá helsta samkeppnisaðila SteppIR, UltraBeam á Ítalíu.

Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá standi yfir frá kl. 10:30-12:00.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega. Í boði verður rjúkandi Merrildkaffi og nýbökuð vínarbrauð frá Björnsbakaríi á Seltjarnarnesi.

__________

SteppIR loftnetin boðuðu í raun „byltingu” í útfærslu og smíði loftneta fyrir HF böndin þegar þau voru fyrst kynnt á Dayton Hamvention sýningunni í Ohio vorið 2001. Útfærsla SteppIR á loftnetum sínum byggir á því að stökin (e. element) eru sett saman úr holum fíberrörum í tilteknum lengdum og inni í rörunum eru ræmur úr leiðandi efni sem ýmist eru styttar eða lengdar með því að stýra litlum mótorum frá stjórnkassa í fjarskiptaherbeginu. Loftnetin eru þannig stytt eða lengd hverju sinni, allt eftir hvaða tíðni menn ætla að vinna á. Þar af leiðandi eru engar gildrur notaðar sem tryggir aukinn ávinning. Auk stefnuvirkra Yagi loftneta, framleiðir SteppIR tvípóla, stangarloftnet og nú síðast nýja CrankIR línu fyrirtækisins, sem er að koma á markað um þessar mundir. Þetta eru tiltölulega ódýr og einföld og tapslítil ferðaloftnet sem eru handstillt (í resónans) á eitt band í einu.

Það er Fluidmotion Inc., í Bandaríkjunum sem framleiðir SteppIR loftnetin. Þetta er ungt fyrirtæki og var stofnað árið 2001 af þremur leyfishöfum: Mike Mertel K7IR, Jim Thomas K7IRF og John Mertel, WA7IR. Vefslóð á heimasíðu: http://www.steppir.com

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − 7 =