,

TF3YOTA Í LOFTINU Í DESEMBER

Kallmerki með viðskeytið „YOTA“ verða áberandi á böndunum í desembermánuði. ÍRA hefur tekið þátt í viðburðinum frá upphafi (2018) með starfrækslu kallmerkisins TF3YOTA.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA, mun setja TF3YOTA í loftið frá Skeljanesi þegar 1. desember og byrjar með samböndum í gegnum OSCAR-100 gervihnöttinn. Hún verður jafnframt QRV á 20 metrum SSB í mánuðinum.

YOTA verkefnið Yongsters On The Air er starfrækt í desember ár hvert og er hugsað til að auka áhuga ungs fólks á amatör radíói.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ er frumkvöðull að þátttöku okkar í verkefninu og er jafnframt YOTA verkefnisstjóri félagsins ásamt Árna Frey Rúnarssyni TF8RN.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ starfrækti TF3YOTA í fyrra (2019) m.a. um Es’hail/Oscar 100 gervitunglið. Myndin var tekin þegar hún fór í loftið í Skeljanesi um gervitunglið 19. desember það ár. Hún hafði yfir 200 QSO. Mynd: TF3JB.  
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × three =