,

TF3YOTA QRV UM OSCAR 100

Kallmerkið TF3YOTA var virkjað í gær (1. desember) um gervihnöttinn ES‘hail-2 / Oscar 100. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA setti stöðina í loftið frá Skeljanesi.

Viðburðurinn gekk með ágætum og náðust sambönd við alls 55 stöðvar í 19 þjóðlöndum. Lengstu samböndin voru við radíóamatöra í Suður-Afríku (ZS6), Brasilíu (PS8), Indlandi (VU2), Ísrael (4Z4) og Asíu-Rússlandi (RA9). Einnig voru sambönd við stöðvar í Evrópu, þ.e. í Búlgaríu, Englandi, Evrópu-Rússlandi, Frakklandi, Hollandi, Írlandi, Lúxemborg, Noregi, Póllandi, Portúgal, Slóveníu, Sviss, Tékklandi og Þýskalandi.

YOTA verkefnið hófst árið 2018 og er starfrækt í desember ár hvert. Það er hugsað til að auka áhuga ungs fólks á amatör radíói. Verkefnið er á vegum IARU Svæðis 1. ÍRA hefur verið þátttakandi frá upphafi.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins aðstoðaði Elínu í gær og birti skemmtilegt myndskeið af fjarskiptunum á FB.

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi félagsins og YOTA verkefnisstjóri ásamt Árna Frey Rúnarssyni, TF8RN. Frekari virkni er áformuð frá TF3YOTA í mánuðinum, m.a. á 14 MHz.

Stjórn ÍRA.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ virkjaði TF3YOTA í fjarskiptaaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í gær, 1. desember. Fjarskiptin fóru fram um Es’hail-2 / Oscar-100 gervitunglið. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 4 =