,

TF3YOTA VERÐUR Í LOFTINU Í DESEMBER

Kallmerki með viðskeytið „YOTA“ eru áberandi á HF böndunum um þessar mundir.

YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU Svæðis 1 og er viðburðurinn rekinn í desembermánuði ár hvert. Verkefnið hófst árið 2018.

ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Það eru þau Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi félagsins og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA sem hafa annast starfræksluna.

Þau Elín og Árni Freyr áforma að setja TF3YOTA í loftið frá Skeljanesi eftir 22. desember n.k.

Stjórn ÍRA.

Árni Freyr Rúnarsson TF8RN og Elín Sigurðardóttir TF2EQ tóku þátt saman þegar kallmerkið TF3YOTA var virkjað í fyrsta skipti frá fjarskiptaaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í desember 2018. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 4 =