Þátttakan frá TF í CQWW SSB DX keppninni um s.l. helgi
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði frábærum árangri í CQWW SSB DX keppninni sem haldin var helgina 30.-31. október s.l. Hann hafði nær 3.200 QSO, 36 svæði og 160 DXCC einingar á 27 klst. þátttöku á 14 MHz. Hann vann frá eigin QTH í Garðabæ, notaði QRO afl og 4 stika Yagi einsbandsloftnet í bylgjulengdar hæð. Niðurstaðan (e. claimed score) er rúmlega 1 milljón stiga. Þetta er frábær árangur, ekki síst þegar litið er til þess hve skilyrðin á bandinu versnuðu þegar leið á síðari daginn. Hamingjuóskir til Sigurðar með árangurinn.
Aðrar TF stöðvar sem vitað er að hafi tekið þátt í keppninni eru: TF1AM, TF2JB, TF2LL, TF3AO, TF3IG, TF3SG, TF3Y, TF5B og TF8GX. Af þeim höfðu fjórar stöðvar skilað inn keppnisdagbókum í eftirmiðdaginn í dag (laugardag): TF3AO (15m, QRO afl, 37.931 stig); TF3IG (öll bönd, QRO afl, 15.456 stig); TF3SG (160m, QRO afl, 84.360 stig); og TF3Y (öll bönd, QRO afl, 310.284 stig). Samkvæmt þessu hafa a.m.k. 9 TF stöðvar tekið þátt í keppninni.
Tæpar þrjár vikur eru í CW-hluta keppninnar 2010 og verður hún haldin helgina 27.-28. nóvember n.k.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!