,

Þrjár helstu sýningar og ráðstefnur radíóamatöra á árinu 2014

59. Dayton Hamvention sýningin verður haldin 16.-18. maí n.k. í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum. Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í N-Ameríku og voru gestir alls 25.600 í fyrra (2013).

39. Ham Radio sýningin verður haldin 27.-29. júní n.k. í Friedrichshafen í Þýskalandi. Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Evrópu og voru gestir alls 15.300 í fyrra (2013). Í sumar verður hún „breikkuð“, þ.e. við bætist (á sama sýningarsvæði) sérsýningin i Maker World í aðgreindum sýningarsölum. Maker World er samheiti m.a. fyrir áhugamenn um tölvur, hugbúnað, vélmenni (e. roboting), hugbúnað o.m.fl.

37. Tokyo Ham Fair sýningin verður haldin 22.-24. ágúst n.k. í Tokyo í Japan. Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Asíu og í heiminum og voru gestir alls um 35.000 í fyrra (2013).

þessar upplýsingar birtast jafnframt á póstlista félagsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 + 7 =