,

Tillaga um VHF TF-útileika 2012

Guðmundur Löve, TF3GL, mun gera uppkast að framkvæmdaáætlun og reglum fyrir VHF TF útileika sumarið 2012.

Líkt og fram kom á fundinum í félaginu s.l. fimmtudagskvöld (15. september) hefur Guðmundur Löve, TF3GL, tekið að sér að leiða vinnu við gerð reglna fyrir sérstaka VHF útileika í samræmi við hugmynd sem hann kynnti á póstlista félagsins þann 19. ágúst s.l. Hugmynd Guðmundar var rædd á stjórnarfundi í félaginu þann 2. september s.l. og samþykkt að fara þess á leit við hann að taka að sér að vinna að undirbúningi verkefnisins. Guðmundur tók vel í það, og mun hann gera uppkast að framkvæmdaáætlun og reglum fyrir slíka keppni. Hann leggur áherslu á að félagsmenn fái tækifæri til að fylgjast með þróun verkefnisins og mun m.a. notast við póstlista félagsins til samskipta, auk þess sem hann mun væntanlega opna sérstakt svæði hér á heimasíðunni í samráði við Benedikt Sveinsson, TF3CY, rekstrarstjóra vefmiðla. Sjá nánar hugmynd Guðmundar eins og hann kynnti hana þann 19. ágúst s.l.:

„Eftir skemmtilegar tilraunir á VHF í sumar hefur áhugi minn vaxið á að koma í kring VHF viðburði á borð við útileikana. Nokkrar hugrenningar: Einfalt keppniskerfi má sjá hjá ARRL fyrir January VHF sweepstakes: http://www.arrl.org/january-vhf-sweepstakes Þetta kerfi mætti einfalda enn frekar fyrir okkar þarfir. Á okkar litla landi hentar e.t.v. best að nota Maidenhead grid squares http://f6fvy.free.fr/qthLocator/fullScreen.php til að gefa til kynna staðsetningu, en ekki squares. Tilvalin tímasetning væri fyrsta helgin í júlí, kjörin ferðahelgi”.

Hér með er auglýst eftir áhugasömum félagsmönnum sem vilja taka þátt í þessari vinnu með Guðmundi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 + nineteen =