Tiltekt í Skeljanesi og fleira um helgina
sælir allir radíóáhugamenn,
hreinsun og tiltekt í Skeljanesi heldur áfram og aðeins mjakaðist verkið um helgina. TF3CE og TF3ID komu í gær og losuðu okkur við ljósritunarhlunkinn sem lengi hefur upptekið eitt aðalhornið í félagsaðstöðunni. Til þess að koma vélinni út urðu þeir að klippa hlunkinn í tvennt. Tveir félagar sóttust eftir VHF endurvarpaskápunum sem búið var að setja út fyrir dyragættina og úr varð að þeir áhugasömu semdu sjálfir um hvernig góssinu yrði skipt á milli þeirra.
Markmiðið er að ljúka sem fyrst verkinu við sjakkinn, sem hófst fyrir mart löngu, að geta verið þar með tvær keppnishæfar stöðvar í gangi samtímis ásamt VHF/UHF Kenwood-stöðinni.
Félagið festi kaup á ICOM 7610 stöð í lok síðasta árs og ætlunin að sú stöð verði aðalstöð en ICOM 7300 verði stöð númer tvö. Benni TF3T hefur lagt fram tillögu að uppbyggingu sem verður kynnt fljótlega.
TF3NH, Njáll Hilmar Hilmarsson, kom í Skeljanes um helgina og tók með sér til baka eina gamla CB-stöð og gamlan Marconi stuttbylgju tíðnigjafa eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.
Njáll tók amatörprófið 2015 en hefur ekki mikið farið í loftið, hann á eina VHF-stöð og hefur prófað að kalla en ekki fengið svar. Hann ætlar að prófa að kalla á einhverjum endurvarpanum við fyrsta tækifæri. Njáll er rafeindavirki og er núna í framhaldsnámi í hugbúnaðarverkfræði í HR. Njáll vinnur hjá Brimrún við ýmiskonar tölvu- og fjarskiptaverkefni.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!