,

TM64YL var með 5.000 QSO

TM64YL var kallmerki YL DX-leiðangurs sem var QRV frá eyjunni Noirmoutier í Frakklandi 25.-31. ágúst s.l.

Þær Anna Henriksdóttir, TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD voru hluti af 14 kvenna hópi frá Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Íslandi sem virkjuðu IOTA EU-064 að þessu sinni.

Þrátt fyrir óhagstæð skilyrði framan af, hafði hópurinn 5000 QSO.

QSL er í boði gegnum OQRS á Clublog, vefslóð: https://clublog.org/logsearch/TM64YL
Í bígerð er að setja samböndin fljótlega inn á LoTW. Þá má senda kort beint á Christine Carreau, F4GDI, 13 Chemin aux Boeufs, F72230, Guecelard, France.

Félagsstöðin okkar, TF3IRA, hafði samband við leiðangurinn. Það var Óskar, TF3DC, sem talaði við þær á morsi.

Hamingjuóskir til Önnu og Völu Drafnar með vel heppnaða ferð.

YL hópurinn sem starfrækti TM64YL frá Noirmoutier í Frakklandi dagana 25.-31. ágúst 2018. Ljósmynd: QRZ.COM

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × five =