TOKYO HAM FAIR SÝNINGIN 2023
45. Tokyo Ham Fair sýningin verður haldin í Tokyo Big Sight sýningarhöllinni helgina 19.-20. ágúst. Það er landsfélag radíóamatöra í Japan, JARL sem stendur að viðburðinum.
Þetta er stærsta árlega sýningin fyrir radíóamatöra sem haldin er í Asíu og er búist við um 30 þúsund gestum. Ekki er vitað um að íslenskir leyfishafar heimsæki sýninguna í ár.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!