Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.
Amatör radíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt vísindalegt áhugamál. Sumir vilja þó halda því fram að amatör radíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag nær 5 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út yfir 500 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Fjarskiptastofu.
Um ÍRA
Félagið Íslenskir radíóamatörar, ÍRA var stofnað 14. ágúst 1946. Félagið er landsfélag radíóamatöra á Íslandi og á gott samstarf við Fjarskiptastofu (FST) um málefni leyfishafa. ÍRA er aðili að alþjóðasamtökum landsfélaga radíóamatöra IARU, IARU Svæði 1 og samtökum norrænna landsfélaga radíóamatöra, NRAU.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi
Félagsaðstaða ÍRA er opin öll fimmtudagskvöldum (nema frídaga) á milli kl. 20:00-22:00 og eru allir sem áhuga hafa á amatörradíó boðnir velkomnir. Félagið er til húsa við Skeljanes í Reykjavík. Staðsetning hússins er 64° 07′ 33″ N – 21° 56′ 58″ V. Locator HP94AD. Húsið er 14 km frá suðurenda og 2,5 km frá vesturenda “grid” svæðisins. Strætisvagn, leið 12, hefur endastöð við húsið.
Stjórn ÍRA starfsárið 2024/25 og aðalfundarkjörnir embættismenn
Senda má tölvupóst á félagið á póstfangið: ira@ira.is – (GSM sími Jónasar Bjarnasonar, formanns ÍRA er 898-0559).
STJÓRN OG AÐALFUNDARKJÖRNIR EMBÆTTISMENN | NAFN | KALLMERKI | NÚMER LEYFISBRÉFS |
---|---|---|---|
Formaður | Jónas Bjarnason | TF3JB | 80 |
Varaformaður | Andrés Þórarinsson | TF1AM | 88 |
Ritari | Georg Kulp | TF3GZ | 301 |
Gjaldkeri | Jón Björnsson | TF3PW | 451 |
Meðstjórnandi | Njáll H. Hilmarsson | TF3NH | 425 |
Varamaður | Sæmundur Þorsteinsson | TF3UA | 90 |
Varamaður | Heimir Konráðsson | TF1EIN | 177 |
– Skoðunarmaður reikninga | Haukur Konráðsson | TF3HK | 215 |
– Skoðunarmaður reikninga | Yngvi Harðarson | TF3Y | 89 |
– Skoðunarmaður reikninga, til vara | Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson | TF3VS | 235 |
Póstfang ÍRA og TF ÍRA QSL Bureau
Íslenskir radíóamatörar, ÍRA
Pósthólf 1058
121 Reykjavík
Gerast félagsmaður í ÍRA
Samkvæmt 5. gr. félagslaga ÍRA geta allir áhugamenn um radíótækni sem vilja starfa í samræmi við markmið félagsins gerst félagar, enda hafi umsækjandi um inngöngu kynnt sér þau og lýst sig samþykkan þeim. Inntökubeiðni í félagið skal vera skrifleg og sendist stjórninni ásamt árgjaldi.
Hafir þú áhuga á því að ganga í félagið geta fyllt út umsókn hér á síðunni. Félagsgjald í ÍRA er 7.500 krónur á ári. Gjalddagi er 1. apríl ár hvert og eindagi 1. júlí. 26 ára og yngri og námsmenn 24 ára og yngri greiða ekki árgjald. Fólk 67 ára og eldra og makar félagsmanna greiða hálft gjald.
Hér er hægt að sækja um: http://www.ira.is/gerast-felagi/