Umræðuþema er RTTY á 4. sunnudagsopnun
Ársæll Óskarsson, TF3AO, leiðir umræðuþema dagsins á 4. og næstsíðustu sunnudagsopnun vetrardagskrárinnar, sunnudaginn 6. mars n.k. kl. 10:30. Sæli mun fjalla um notkun RTTY (Radioteletype) á HF-böndunum, en radíóamatörar hafa notað þessa tegnund útgeislunar í fjarskiptum um allan heim í bráðum 60 ár. Fyrst með aðstoð vélbúnaðar (e. teletype machines) en í seinni tíð með notkun tölva.
Félagið býður upp á kaffi og meðlæti.
Fyrirkomulag umræðna í sunnudagsopnunum er hugsað sem afslappað, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í stóra sófasettinu og ræða amatör radíó. Tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni, nú RTTY, leiðir um ræðuna og svarar spurningum. Eftirtalin umræðuþema hafa þegar farið fram: Quad loftnet; Að læra mors; Fæðilínur og nú, RTTY. Á síðustu sunnudagsopnun vetrardagskrár, þann 13. mars n.k., verður umræðuþemað reglugerðarmál.
TF2JB
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!