,

Umsókn um DXCC fyrir TF3IRA í höfn

Matthías Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX í félagsaðstöðu Í.R.A. 21. júlí. Ljósmynd: TF2JB.

Matthías Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, mæltu sér mót í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi fimmtudaginn 21. júlí. Matthías lagði þá fyrir Guðlaug (sem er trúnaðarmaður ARRL vegna DXCC-umsókna hér á landi) síðustu kortin vegna umsóknar um DXCC á morsi fyrir félagsstöðina TF3IRA. Með þeirri umsókn hefur nú verið sótt um þrjár gerðir af DXCC viðurkenningarskjölum fyrir félagsstöðina, þ.e. fyrir mors (CW), tal (Phone) og blandað (Mixed). Fjöldi eininga (e. entities) að baki hverri umsókn eru alls 103, 103 og 127. Fljótlega verður fjórðu umsókninni bætt við, sem er fyrir RTTY sambönd.

Matthías hefur þegar hafið vinnu við að taka saman kort fyrir “Worked All Zones” eða “WAZ” viðurkenningarskjalið. Reglur fyrir það hafa verið þýddar á íslensku og má lesa þær með að smella á eftirfarandi hlekk: http://www.cq-amateur-radio.com/cq_awards/cq_waz_awards/cq_waz_rules_icelandic.pdf

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Matthíasi og Guðlaugi fyrir aðkomu að verkefninu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 2 =