Umsókn um fyrstu DXCC fyrir TF3IRA tilbúin
Matthías Hagvaag, TF3-Ø35, hefur að undanförnu yfirfarið QSL kort félagsstöðvarinnar með það fyrir augum að sækja megi um viðurkenningarskjöl fyrir TF3IRA. Í gær, 17. febrúar, skilaði hann af sér tilbúnum umsóknum fyrir DXCC í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Til að byrja með verður sótt um þrjú sérgreind skjöl frá ARRL: DXCC MIXED, DXCC PHONE og DXCC CW. Í framhaldi er hugmyndin að sækja einnig um sérgreint DXCC RTTY viðurkenningarskjal.
Því til viðbótar, hefur verið ákveðið að sótt verði um WORKED ALL ZONES (WAZ), CQ DX AWARD, og WORKED ALL PREFIXES AWARD (WPX) viðurkenningarskjölin frá CQ Magazine. Ákvörðun um fleiri viðurkenningarskjöl, s.s. Worked All Europe Award (WAE) frá DARC verður tekin í samráði við nýjan stöðvarstjóra félagsstöðvarinnar.
Stjórn Í.R.A. þakkar Matthíasi fyrir gott vinnuframlag.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!