UPPFÆRÐ DXCC STAÐA TF KALLMERKJA
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 17. mars 2024. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sex kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G (færist upp um tvö sæti), TF3JB, TF3MH (færist upp um eitt sæti) og TF3SG (færist upp um 1 sæti). Samtals er um að ræða 30 uppfærslur.
Gísli G. Ófeigsson, TF3G kemur inn með nýja skráningu í RTTY/DIGITAL flokki. Þetta er 5. DXCC viðurkenning Gísla.
Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!