,

UPPSKERUHÁTÍÐ Í SKELJANESI

„Uppskeruhátið“ ÍRA fór fram í félagsaðstöðunni Skeljanesi fimmtudaginn 10. október. Til afhendingar voru verðlaunagripir og viðurkenningaskjöl fyrir bestan árangur í fjarskiptaleikum félagsins á árinu 2024; páskaleikum, sumarleikum og TF útileikum.

Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður setti dagskrána stundvíslega kl. 20:30 og bauð félagsmenn velkomna. Að því búnu fluttu þeir Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana og Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður páskaleika og sumarleika stutt erindi með upplýsingum um hvern viðburð, m.a. um þátttöku og niðurstöður. Að því búnu tók varaformaður aftur við og hófust þá afhendingar verðlauna og viðurkenninga. Tveir félagar fengu flesta verðlaunagripi og viðurkenningar, þeir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY og Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN eða fimm hvor um sig.

Sérstakar þakkir til umsjónarmannanna Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY og Einars Kjartanssonar, TF3EK fyrir þeirra frábæra framlag. Ennfremur sérstakar þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM varaformanns fyrir að stjórna kvöldinu af röggsemi og húmor. Síðast en ekki síst, þakkir til Jóns Svavarssonar, TF1JON ljósmyndara félagsins fyrir frábærar myndir.

Stjórn ÍRA.

Tafla með upplýsingar um skiptingu verðlauna og viðurkenninga í fjarskiptaleikum ÍRA á árinu 2024.

TF útileikar ÍRA 2024. Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, (1. sæti); Einar Kjartansson TF3EK (3. sæti); og Andrés Þórarinsson TF1AM (2. sæti).
Páskaleikar ÍRA 2024. Frá vinstri: Andrés Þórarinsson TF1AM (1. sæti); Hrafnkell Sigurðsson TF8KY (2. sæti); og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN (3. sæti).
Sumarleikar ÍRA 2024. Frá vinstri: Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN (1. sæti); Eiður Kristinn Magnússon TF1EM (2.sæti); og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY (3. sæti).
Páskaleikar ÍRA 2024, viðurkenningar. Frá vinstri: Óðinn Þór Hallgrímsson TF1MSN (225 sambönd); (2) Hrafnkell Sigurðsson TF8KY (177 sambönd); og Sigmundur Karlsson TF3VE (146 sambönd).
Sumarleikar ÍRA 2024, viðurkenningar. Frá vinstri: Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN (234 sambönd); Eiður Kristinn Magnússon TF1EM (186 sambönd); og Pier Abert Kaspersma TF3PKN (166 sambönd). Ljósmyndir: Jón Svavarsson TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − one =