Úrslit í Páskaleikum 2018
Viðburðurinn fór fram í Skeljanesi 5. apríl. Dagskrá var tvískipt, kynning á úrslitum í Páskaleikunum og afhending verðlauna.
Hrafnkell Sigurðsson, TF3KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu. Þar kom m.a. fram, að 24 stöðvar skiluðu inn gögnum, samanborið við 17 í VHF leikunum í fyrra. Færslur voru alls 1026 í gagnagrunni, þar af 26 hlustarafærslur. QSO voru 500 í heildina.
Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður félagsins flutti stuttan inngang. Hann þakkaði TF8KY og TF2MSN vinnu við undirbúning svo og TF3ML sem var bakhjarl leikanna og gaf m.a. glæsileg verðlaun.
Úrslit fyrir fjögur efstu sætin og verðlaun:
1. sæti Valgeir Pétursson, TF3VP, 1.307.188 stig. Verðlaun: Alinco DJ-G7T handstöð á 2 metrum, 70 cm og 23 cm.
2. sæti, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, 1.287.706 stig. Verðlaun: Yaesu FTM-3200DRE/E bílstöð á 2 metrum.
3. sæti, Jón Óskarsson, TF1JI, 1.207.659 stig. Verðlaun: Páskaegg frá Nóa.
4. sæti, Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN, 862.653 stig. Verðlaun: Páskaegg frá Nóa.
(Að ósk Ólafs, skipti hann á verðlaunum við TF1JI, þannig að TF3ML fékk páskaegg en TF1JI fékk Yaesu bílstöðina).
Formaður þakkaði vel heppnaðan viðburð, góða þátttöku í páskaleikunum og góða mætingu í Skeljanes og bauð viðstöddum að njóta kaffiveitinga. Í boði voru veglegar hnallþórur (svokallaðar Skálatertur) frá Konditorí Reynis bakara í Kópavogi.
Alls mættu 26 félagar í Skeljanes.
Lengstu QSO vegalengdir eftir böndum (tíðnisviðum) í Páskaleikunum 2018:
23 cm (1240 MHz) = 118 km; TF1JI / TF3ML
70 cm (430 MHz) = 258 km; TF1JI / TF3ML
2 metrar (144 MHz) = 259 km; TF3AK / TF3EK
6 metrar (50 MHz) = 128 km; TF2LL / TF3EK
80 metrar (3,6 MHz) = 281 km; TF1JI / TF3VP
Niðurstöðum verða gerð ítarlegri skil í 1. tbl. CQ TF sem kemur út þann 29. apríl n.k.
Þakkir til TF3SB fyrir ljósmyndir.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!