,

Úrslit í VHF/UHF leikum ÍRA 2018

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu í Skeljanesi fimmtudaginn 12. júlí. Þar kom m.a. fram, að 19 stöðvar skiluðu inn gögnum, samanborið við 17 í leikunum í fyrra. Færslur voru alls 772 í gagnagrunni og 386 QSO í heildina.

Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður félagsins flutti stuttan inngang. Hann þakkaði TF8KY og hópnum vinnu við undirbúning svo og TF3ML sem var bakhjarl leikanna og gaf glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Í verðlaun voru gjafabréf á máltíðir á VOX Restaurant á Hótel Hilton.

Úrslit fyrir fjögur efstu sætin:

1. sæti, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, 1.022.091 stig.
2. sæti, Jón I. Óskarsson, TF1JI, 499.715 stig.
3. sæti, Georg Kulp, TF3GZ, 393.671 stig.
4. sæti, Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, 372.630 stig.

Ólafur, TF3ML, gaf eftir eigin verðlaun, þannig að verðlaunahafarnir færðust hver upp um eitt sæti.

Óskar þakkaði vel heppnaðan viðburð og góða þátttöku í VHF/UHF leikum ÍRA 2018. Í framhaldi var viðstöddum boðið að njóta kaffiveitinga.

(Niðurstöður verða birtar í heild í 3. tbl. CQ TF).

Mynd af QTH TF3ML á Fróðárheiði í VHF/UHF leikunum. Eins og sjá má var mikil þoka. Ljósmynd: TF3ML.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × four =