, ,

Útileikarnir 2017

TF3IK segir frá sinni þátttöku í Útileikunum:
“Svona var þetta hjá mér, TF3IK-5, á útileikunum 2017. Er á Akureyri í orlofshúsi við Furulund. Notaði ICOM IC-7300 stöðina en var líka með Kenwood TK-90 fyrir Landsbjargartíðnirnar (sem voru þó ekki notaðar á útileikunum). Tengdi stöðvarnar með coax skipti út á sameiginlegt net sem er ca 40 metra vír sem myndar 1/2 bylgju á 80 metrunum. Festi 4:1 UnUn við girðinguna bakvið húsið og lyfti 40 metra vírnum (hvítum) upp í röð af öspum sem eru þarna bakvið húsið. Er svo heppinn að hafa mjög gott pláss. Notaði lítinn krók sem ég festi við toppinn á 10 metra telescopic fiberstöngina minni til að lyfta vírnum og fékk aðstoð við þetta frá 15 ára syni mínum. Mótvægið var ca 15 metra vír (rauður) sem ég lagði eftir jörðinni. Hafði engan tíma til að prófa mismunandi útfærslur eða lengdir. Náði held ég bara ágætis neti með þessu en allar ábendingar um að bæta þessa útfærslu eru vel þegnar. Með þessu gat ég tjúnnað með innbyggða tjúnnernum í IC-7300 stöðinni á öllum böndum nema 160 metrunum. Loftnetamælirinn (RigExpert AA-170) sýndi góðan resonance á 3637. Skora á fleiri að lýsa sinni útfærslu.”

Hér á eftir eru nokkrar myndir sem TF3IK sendi með fréttinni:

 

Hlustari sendi inn yfirlit:
“Eftirfarandi kallmerki heyrst í loftinu um helgina á stuttbylgjunni innan lands TF2GZ,  TF2AO, TF3GB/2, TF2LL/9, TF3IK/5, TF1GW, TF3OM/1, TF1JA, TF3VS/1, TF1EIN, TF3ARI, TF3DX, TF3Y, TF8KY, TF3EK, TF5VJN, TF1PB, TF3IG/1 og flestir ef ekki allir hafa tekið þátt að einhverju leyti í Útileikunum 2017. Allir voru á SSB en TF3Y, TF3DX og TF3GB/2 voru líka eitthvað á CW. Einnig heyrðist í OZ1OM Ómari frá Danmörku bæði á SSB og CW. Kallmerkin eru listuð með fyrirvara um að einhver kallmerki geti hafa farið fram hjá hlustara.”

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − seven =