,

Útileikarnir næstu helgi

Varla þarf að minna á útileikana sem fara fram um helgina. Ef menn verða á ferðalögum er sjálfsagt að kippa með sér tækjunum og leggja nokkur QSO í púkkið. Og þeir sem verða heima við geta auðvitað tekið þátt líka, annað hvort tengdir eða “unplugged”.

Aðaltímarnir hefjast kl. 17 á laugardag, kl. 09 og 21 á sunnudag og kl. 08 á mánudag, en annars má hafa sambönd hvenær sem er um helgina. Til upprifjunar væru dæmigerð skilaboð í sambandi á 3637 kHz: 59(RS)-003(nr)-Hengill(QTH)-Dípóll(ant)-100W(útafl)-ER(ekki rafveita). Annars má finna reglurnar í CQ TF og á vef Í.R.A.

Logg með a.m.k. einu sambandi þarf að senda inn fyrir lok ágúst til að fá viðurkenningu fyrir þátttöku, en hér á myndinni er einmitt hluti þátttakendanna í útileikunum í fyrra, með viðurkenningarskjölin. Heyrumst í loftinu!

73 – Kiddi, TF3KX

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 2 =