,

ÚTILEIKARNIR BYRJA Á LAUGARDAG

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi laugardag 5. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 7. ágúst, frídag verslunarmanna.

Félagsstöðin TF3IRA verður virk í leikunum á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB og CW, a.m.k. frá hádegi á laugardag og fram eftir degi og frá kl. 11 á sunnudag og fram eftir degi.

Félagar sem vilja hjálpa til við að virkja félagsstöðina eru velkomnir í Skeljanes.

Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður leikanna veitir allar upplýsingar: einar52@gmail.com

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

Reglur TF-útileika: https://eik.klaki.net/tmp/reglur23.pdf
Vefsíða fyrir innslátt á loggum: https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Eldri reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar-eldri-reglur/
Dagbókarblað til útprentunar: http://www.ira.is/dagbokareydublad-fyrir-tf-utileika-2023/

.

Myndin er af Icom IC-7300 stöð félagsins í leikunum í fyrra (2022). IC-7300 stöðin verður notuð á 60 metrum á tali og morsi. IC-7610 stöð félagsins verður notuð á 160, 80 og 40 metrum á tali og morsi.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − 4 =