Laugardaginn 25. janúar var ÍRA með móttöku í Skeljanesi fyrir nýja leyfishafa sem sem tóku þátt í námskeiði félagsins til amatörprófs haustið 2024 og náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 2. nóvember s.l.
Meðal efnis sem nýjum leyfishöfum var bent á að gæti verið nytsamlegt, var samantekt greina sem birtust [einkum] í félagsblaðinu CQ TF á árunum 2028-2024.
Mikil ánægja var með þessa samantekt og hefur verið ákveðið að bjóða öllum félagsmönnum að nýta sér þessar upplýsingar ef áhugi er fyrir hendi, sbr. meðfylgjandi vefslóð.