,

VEL HEPPNUÐ ERINDI HJÁ TF8KY OG TF3EK.

Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður ÍRA kynnti ræðumenn kvöldsins, þá Einar Kjartansson TF3EK umsjónarmann haustleika ÍRA og Hrafnkel Sigurðsson TF8KY umsjónarmann vorleika og sumarleika ÍRA.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 3. apríl.

Þá mættu Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmenn með erindið „Radíóleikar ÍRA 2025; vorleikar, sumarleikar og haustleikar“. Þetta var fimmta erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025.

Fjöldi sótti erindið sem fjallaði um radíóleika ÍRA nú í ár, þ.e. vorleika, sumarleika og haustleika.  Hrafnkell, TF8KY  annast vorleikana og sumarleikana og gerir það nú í sjöunda sinn.  Vorleikarnir verða fyrstu helgi í maí og sumarleikar fyrstu helgi í júlí. 

Hann kynnti endurbætur í leikahugbúnaðinum sem hann hefur hannað og smíðað og þróað stöðugt, þar sem þátttakendur skrá sambönd sín. Allt hefur þetta tekist með ágætum. Augljóslega liggur mikil vinna í hugbúnaðarkerfinu. Nýjungar gera auðveldara að sjá hvað aðrir eru að gera og þannig gera auðveldara að láta vita af sér þannig að ekki þurfi að bíða eftir því að allir eru búnir að tala við alla á tilteknu bandi. Og það var fleira í þessum sama dúr, allt mjög vel gert. Gerður var góður rómur að þessu öllu og fyrirspurnir voru úr sal. 

Einar, TF3EK annast haustleikana og gerir það nú í tíunda sinn, vel gert.  Hann fór yfir söguna og þær breytingar á reglum sem hafa verið gerðar, og einfalda allt. Á ágætri samantektartöflu sem hann sýndi, mátti sjá að þótt fjöldi þátttökustöðva hafi ekki aukist – þá hefur hefur fjöldi sambanda stóraukist sem er afleiðing af þægilegri reglum.  Á eftir var gott spjall og það er greinilegur hugur í mönnum.

Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY og Einars Kjartanssonar, TF3EK fyrir fróðlegt og áhugavert erindi. Þess má geta að erindið var tekið upp og má hlaða því niður á þessari vefslóð: https://www.youtube.com/watch?v=2jo9-YUuAC8

Ennfremur þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir upptökuna, Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir að vista upptökuna á netinu, Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir kaffiveitingar sem og til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM og Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir.

Sérstakur gestur félagsins var Ómar Magnússon TF3WZ sem búsettur er í Danmörku. Alls mættu 22 félagar og 1 gestur þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).

Úr sal. Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Úr sal. Einar Kjartansson TF3EK.
Garðar Vilberg Sveinsson TF8YY, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Ómar Magnússon TF3WZ/OZ1OM og Sigmundur Karlsson TF3VE.
Georg Kulp TF3GZ og Sigmundur Karlsson ræða málin. Ljósmyndir: TF1AM og TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen + three =