Vel heppnað erindi TF3GB 16. desember
Bjarni Sverrisson, TF3GB, flutti síðasta fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins á þessu ári, fimmtudagskvöldið 16. desember. Erindið nefndist “QSL kort; hönnun, framleiðsla, notkun o.fl.”. Bjarni kynnti m.a. áhugaverðar nýjungar í framleiðslu QSL korta, en tiltölulega auðvelt er nú orðið að framleiða eigin kort eftir að sérhönnuð forrit komu til sögunnar (sem m.a. eru fáanleg á netinu). Hann fjallaði einnig um hefðir og skynsemi í QSL málum og hagkvæmni þess að nota QSL Bureau. Alls hlýddu 25 félagsmenn á erindið. Bjarni mun fylgja erindinu eftir með sérstakri grein um QSL kort sem verður til birtingar í CQ TF.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!