Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3HRY
![](http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/03/wIRA_310311_JON7278.jpg)
Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, fjallaði um tíðnisviðin frá 600 metrum og neðar. Ljósmynd: TF3LMN.
Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, flutti áhugavert og fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 31. mars s.l. Erindið nefndi hann Loftnet og útgeislun á lægri böndum. Hann fjallaði að mestu um 500 kHz bandið (600 metrana). Eftir inngang um loftnetafræðina, benti Henry á áhugaverðar loftnetslausnir fyrir leyfishafa sem áhugasamir eru um bandið (og jafnvel um enn lægri bönd), þótt þeir hafi ekki góðar aðstæður til uppsetningar loftneta. Í ljós kom, að margt er hægt að gera í þeim efnum þótt verið sé að kljást við “reactive” loftnet, háa spennu, litla nýtni o.s.frv. Hann hafði ýmsa áhugaverða íhluti meðferðis sem notast til smíða á loftnetum á þessum tíðnum. Henry Arnar svaraði fjölda spurninga í lok erindisins. Alls mættu um 25 manns í Skeljanesið að þessu sinni.
Stjórn Í.R.A. þakkar Henry Arnari Hálfdánarsyni, TF3HRY, fyrir vel heppnað erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.
![](http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/03/wIRA_310311_JON7258.jpg)
Myndin var tekin skömmu áður en erindi hófst á ný eftir kaffihlé. Sjá má umræður og áhuga í hverju andliti.
![](http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/03/wIRA_310311_JON7368.jpg)
Margt forvitnilegt kom upp úr tösku fyrirlesara. Valdemar G. Valdemarsson, skoðar einn þeirra hluta.
![](http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/03/wIRA_310311_JON7362.jpg)
TF3SA og TF3RF. TF3RF: “Já, spólurnar eru engin smásmíði þegar komið er svona langt niður á böndin…”.
TF2JB
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!